* MOLDVARPAN *
-maður er manns gaman.

Ýmislegt
 • Emill
 • Skóli
 • Kór
 • Myndir

 • Aðrir bloggarar
 • Tóta
 • Vignir
 • Hildigunnur
 • Gulli
 • Formaðurinn og Lou
 • Stebbi
 • Þyri
 • Ási
 • Héðinn
 • Elín
 • Ingibjörgin
 • Helgi Steinar
 • Rannveig
 • Jói
 • Eyþór
 • Haukur
 • Halldóra
 • Ásgeir
 • Héradsfréttir
 • Flosi
 • Reynir
 • Magga
 • Margrét
 • Regína

 • súrkálið
  september 2003
  október 2003
  nóvember 2003
  desember 2003
  janúar 2004
  febrúar 2004
  mars 2004
  apríl 2004
  maí 2004
  júní 2004
  júlí 2004
  ágúst 2004
  október 2004
  nóvember 2004
  desember 2004
  janúar 2005
  febrúar 2005
  mars 2005
  apríl 2005
  maí 2005
  ágúst 2005
  september 2005
  október 2005

  blog template design by:
  :: maystar * designs ::


  maystar * designs

  24.10.05
  Ahhhhh

  nú getur maður bara farið út og sólað sig, þaðheldégnú ...


  18.10.05
  var víst klukkaður

  ... og var fyrst að fatta það núna. En læt eitthvað flakka, veit ekki alveg hvað þetta gengur útá sjáiði til sko.

  1. Hef tekið Leiðarljós tímabil og uppáhaldspersónan var Alexandra Spaulding, hún var allavega með klassa, eitthvað annað en þessi ruslaralýður frá Tulsa.

  2. Ég hata og ég HATA þegar fólk raspar á sér neglurnar fyrir framan mig.

  3. Það koma tímabil sem ég drekk allt að einum og hálfum lítra af kóki á dag ... og nei, ég er ekki alltaf á klósettinu.

  4. Bondar eiga að vera dökkhærðir og bláeygðir, ekki spyrja af hverju, það er bara þannig.

  5. Mig er búið að dreyma að tannburstinn minn sé skítugur nokkrar nætur síðustu vikur, þar sem ég tel þetta ekki merki nokkurn skapaðan hlut er þetta 5. atriði á klukklista mínum.


  Þetta var klukkið.


  17.9.05
  mitt líf sem veggfóður

  Er að læra fyrir próf og eins mér einum er lagið þá er það bara ekki að takast. Eldhúspartý með meiru í gær veldur mér enn töluverðri þreytu og sleni og ég er búinn að sofna tvisvar fram á borðið. Er líklega kominn með krónískar rendur á kinnina eftir skyrtuermina. Svo er það afmæli í Jónshúsi á eftir og ég lykta eins og veggfóður á einhverri bodegunni.

  En þetta var kvartið og kveinið.

  Er annars búinn að vera mjöööög afkastamikill síðustu tvo daga, búinn að skrifa 24 e-meila, ganga frá nótum og ganga frá öllum útprentuðum greinum frá því í sumar og setja í möppur og skrásetja. Nú er maður svo mikill nörd ad maður verður að halda úti gagnagrunn yfir það sem maður prentar út af greinum, en allavega ... Það sem ég ætlaði að segja var að fyrst dugnaðurinn var svona mikill síðustu daga má maður þá ekki bara sofna fram á borðið og vera með skyrturákir í andlitinu lyktandi eins og bodeguveggfóður í sextugsafmæli?

  Kannski ekki.


  8.9.05

  Thá er ég kominn til Køben, fluttur í glæsilega íbúd á Amager og er ad drukkna í drasli. Thad er bara búid ad vera svo mikid ad gera fyrstu vikurnar hérna. Svo hjálpadi ekki ad tølvukerfi skólans liggur nidri og allt í volli.

  Ég er samt voda ánægdur eitthvad, hlýtt og gott vedur hérna, er alveg ad halda á spødunum rétt og lífid er eitthvad breytt, tja jafnvel betra bara. Búinn ad kaupa mér hjól og tók líka tharmed thá medvitudu ákvørdun ad ég kynni mig ekki sem Íslending ... fólk getur bara spurt, undrist thad útlendingshátt minn. Thad er byrjad ad hafa áhrif ... neikvæd reyndar en held ad thetta sé mikilvægt skref sem madur verdur ad taka einhvern tíma búi madur í útløndum.

  Hjørturinn bara ad verda danskur.

  så er det fyraften, Magnús kemur á morgun, ekkert nema gaman.


  21.8.05

  Jæja ... sagði maðurinn og bloggaði

  Langt síðan síðast og er helsta skýringin sú að ég er búinn að vera á Íslandi og þá er maður ekkert að blogga.

  Er að gera pavlovu og vanilluís, hangi í tölvunni og skoða ferðasögu Magnúsar í Afríku. Ég persónulega er ekkert að fíla Afríku í tætlur ... en það er kannski bara ég.

  Svo er það matur hjá ömmu, og svo kaffisamsæti í mosfellsbænum.

  Tilgangslaust blogg með öllu.

  Jæja sagði maðurinn og hætti að blogga.


  18.5.05
  Staka - in concert

  Jæja, thá er thad pløggid á TÒNLEIKANA.

  Staka heldur tónleika þann 19. maí í Frederiks Bastion á Christianshavn klukkan 19:30. Med tónleikunum lýkur fyrsta starfsári Stöku. Staka er nýr íslenskur kór sem var stofnaður á haustdögum ársins 2004 med það að markmiði að breikka þann grundvöll sem þegar er til staðar fyrir íslenskum tónlistarflutningi í Kaupmannahöfn. Ì kórnum eru 16 Íslendingar, ásamt einum Færeyingi og Þjóðverja sem flestir hafa sungið í kórum áður eða búa að annarri tónlistarlegri menntun. Stjórnandi Stöku er Gudný Einarsdóttir.

  Þema tónleikanna er ljós og myrkur og tekur verkefnavalið mið af því. Flutt verða verk eftir íslensk tónskáld svo sem Jón Leifs, Hafliða Hallgrímsson og Báru Grímsdóttur, en einnig verk eftir tónskáld frá Danmörku og Finnlandi. Frumflutt verður nýtt verk Stefáns Arasonar sem er tileinkað Stöku.


  13.5.05
  Bröndby Öster

  Frækin ferð í menningarvíðáttur Bröndby Öster í gær verður lengi í minnum höfð, bæði í hugum okkar í Nakf og þeirra sem sátu að sumbli á MacDonalds Pub. Meðan við vorum þarna heyrði ég blístrað á eftir stelpu sem gekk yfir götuna, já og ekki einu sinni blístrað heldur var spangólað. Sá líka óeinkennisklædda lögreglumenn bíða eftir einvherjum krimmanum á Bröndby Öster Station og okkur varð líka það á að spurja til vegar

  Undskyld ... ved du hvor produktionskolen i Bröndby ligger?

  ?Hva'for no'e ... produktionskolen !!! Det har no'e med arbejde at göre, ik?

  uh, nej det er sådan en husholdningsskole.

  Bwahahahahahahaha, blæs maðurinn út úr sér og skrikar fótur, bendir á eikarhurð á einhverju sem líktist helst pakkhúsi. Inn fórum við og vorum þar með komin á Pub MacDonalds ... og þá varð allt gott. Reyndar vissi enginn hvar husholdningsskolinn var en eftir stutta stund voru þó flestir sammála um að hann lá ekki þar langt frá, kannski svona 200 metra frá. En hins vegar bentu þau öll í sitthvora áttina. Við fórum ráðvillt út, yfir götuna og gengum yfir túnið og sáum þar husholdningsskolann.

  Það er eitthvað við Bröndby Öster sem mér finnst heillandi.



  This page is powered by Blogger. Isn't yours?